Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 12:19 Palestínumenn streyma fótgangandi norður Gasaströndin eftir að langþráð vopnahlé tók gildi í dag. AP/Abdel Kareem Hana Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47