Fjórir fyrir rétt vegna ráns á 100 kílóa gullmynt í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2019 23:05 Myntin var til sýnis á Bodesafninu í Berlín í mars 2017. Konan á myndinni er ekki grunuð um verknaðinn. EPA Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada. Kanada Þýskaland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada.
Kanada Þýskaland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira