Eldsupptök á Hvaleyrarbraut enn á huldu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 16:55 lökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu. Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu.
Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55
Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00