Pompeo gagnrýndi Obama harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 15:53 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur. Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur.
Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira