Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 11:05 Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá eru rúmlega 31% í meðallagi hlynnt eða andvíg afsögn Ágústs og 17 prósent andvíg afsögn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem fram fór 14. til 28. desember síðastliðinn. Ágúst Ólafur fór í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í desember. Hann tilkynnti um ákvörðunin á Facebook og sagðist hafa orðið sér til háborinnar skammar með framkomu sinni gagnvart konu sem hann hitti á bar. Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, steig í framhaldinu fram og taldi sig knúna til að leiðrétta frásögn Ágústs Ólafs.Er reiknað með því að Ágúst snúi aftur til þingstarfa í febrúar. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember í kjölfar ummæla sem féllu á Klaustur bar. Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrr í desember voru 74-91 prósent hlynnt afsögn en mishlynntir eftir því hver sexmenninganna átti í hlut. Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs og háskólamenntaðir andvígastir eða rúm 19 prósent. Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund krónur eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60 prósent. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans eða 25,5 prósent. Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn hans en kjósendur Miðflokksins andvígastir. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilvlijun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Fólkið er af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá eru rúmlega 31% í meðallagi hlynnt eða andvíg afsögn Ágústs og 17 prósent andvíg afsögn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem fram fór 14. til 28. desember síðastliðinn. Ágúst Ólafur fór í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í desember. Hann tilkynnti um ákvörðunin á Facebook og sagðist hafa orðið sér til háborinnar skammar með framkomu sinni gagnvart konu sem hann hitti á bar. Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, steig í framhaldinu fram og taldi sig knúna til að leiðrétta frásögn Ágústs Ólafs.Er reiknað með því að Ágúst snúi aftur til þingstarfa í febrúar. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember í kjölfar ummæla sem féllu á Klaustur bar. Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrr í desember voru 74-91 prósent hlynnt afsögn en mishlynntir eftir því hver sexmenninganna átti í hlut. Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs og háskólamenntaðir andvígastir eða rúm 19 prósent. Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund krónur eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60 prósent. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans eða 25,5 prósent. Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn hans en kjósendur Miðflokksins andvígastir. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilvlijun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Fólkið er af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28