„Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 14:49 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53