Miklir höfuðáverkar á líki Julen Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 10:10 Foreldrar Julen, Jose Rosello og Vicky Garcia. Getty Spænski drengurinn Julen var jarðsettur við hlið eldri bróður síns í gær. Björgunarliði tókst að komast að líki drengsins í fyrrinótt, þrettán dögum eftir að hann féll um sjötíu metra niður í borholu í bænum Totalán, skammt frá Malaga. Borholan sem um ræðir er um 110 metra djúp og er ljóst að einhver hafði borað á staðnum leit að vatni, en án leyfis frá yfirvöldum. Holunni hafði ekki verið lokað almennilega og féll drengurinn niður í hana fyrir framan föður sinn þar sem þeir voru á gangi. Útför drengsins fór fram í gær og var hann jarðsettur við hlið bróður síns, Oliver, sem lést fyrir þremur árum eftir hjartaáfall. „Staða líksins bendir til að drengurinn hafi hrapað beint um 71 metra, en hann fannst á því dýpi,“ segir Alfonso Rodríguez Gómez de Celis, talsmaður héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu.Julen varð tveggja ára gamall.Alvarlegir höfuðáverkar Líkið var krufið áður en útförin fór fram og sýna bráðabirgðaniðurstöður að alvarlegir höfuðáverkar hafi verið á líkinu. Telja læknar að hann hafi látist á fyrsta sólarhringnum eftir að hafa fallið í holuna. Talsvert magn jarðvegs var að finna ofan á líkinu og er ljóst að molnað hafði úr veggjum borholunnar. Til að komast að Julen grófu björgunarmenn holu, samhliða borholunni. Þegar komið var niður á það dýpi sem talið var að Julen væri að finna, var borað þvert í átt að borholunni þar til að björgunarmenn komust að drengnum. Búið er að loka fyrir holu björgunarliðsins með sex hundruð kílóa stálplötu og stendur jafnframt til að loka fyrir borholuna. Spánn Tengdar fréttir Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Vonast er til að hægt verði að ná til Julen seint í nótt eða í fyrramálið. 23. janúar 2019 19:00 Julen litli fannst látinn í borholunni Björgunarmenn á Spáni fundu í nótt lík hins tveggja ára Julens Rosello sem féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga fyrir tveimur vikum. 26. janúar 2019 07:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Spænski drengurinn Julen var jarðsettur við hlið eldri bróður síns í gær. Björgunarliði tókst að komast að líki drengsins í fyrrinótt, þrettán dögum eftir að hann féll um sjötíu metra niður í borholu í bænum Totalán, skammt frá Malaga. Borholan sem um ræðir er um 110 metra djúp og er ljóst að einhver hafði borað á staðnum leit að vatni, en án leyfis frá yfirvöldum. Holunni hafði ekki verið lokað almennilega og féll drengurinn niður í hana fyrir framan föður sinn þar sem þeir voru á gangi. Útför drengsins fór fram í gær og var hann jarðsettur við hlið bróður síns, Oliver, sem lést fyrir þremur árum eftir hjartaáfall. „Staða líksins bendir til að drengurinn hafi hrapað beint um 71 metra, en hann fannst á því dýpi,“ segir Alfonso Rodríguez Gómez de Celis, talsmaður héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu.Julen varð tveggja ára gamall.Alvarlegir höfuðáverkar Líkið var krufið áður en útförin fór fram og sýna bráðabirgðaniðurstöður að alvarlegir höfuðáverkar hafi verið á líkinu. Telja læknar að hann hafi látist á fyrsta sólarhringnum eftir að hafa fallið í holuna. Talsvert magn jarðvegs var að finna ofan á líkinu og er ljóst að molnað hafði úr veggjum borholunnar. Til að komast að Julen grófu björgunarmenn holu, samhliða borholunni. Þegar komið var niður á það dýpi sem talið var að Julen væri að finna, var borað þvert í átt að borholunni þar til að björgunarmenn komust að drengnum. Búið er að loka fyrir holu björgunarliðsins með sex hundruð kílóa stálplötu og stendur jafnframt til að loka fyrir borholuna.
Spánn Tengdar fréttir Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Vonast er til að hægt verði að ná til Julen seint í nótt eða í fyrramálið. 23. janúar 2019 19:00 Julen litli fannst látinn í borholunni Björgunarmenn á Spáni fundu í nótt lík hins tveggja ára Julens Rosello sem féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga fyrir tveimur vikum. 26. janúar 2019 07:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Vonast er til að hægt verði að ná til Julen seint í nótt eða í fyrramálið. 23. janúar 2019 19:00
Julen litli fannst látinn í borholunni Björgunarmenn á Spáni fundu í nótt lík hins tveggja ára Julens Rosello sem féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga fyrir tveimur vikum. 26. janúar 2019 07:40