Vinnuálag lækna sýni brot á kjarasamningum Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 12:45 Forsvarsmaður forvarnaverkefnis gegn streitu segir mikið vinnuálag lækna sýna að brotið sé á reglum kjarasamninga um vaktir. Vísir/Fréttablaðið Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma. Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma.
Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira