Þegar Boston Celtics flutti næstum því félagið til Long Island Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 06:00 Larry Bird við hlið Michael Jordan í stjörnuleik NBA árið 1990. Vísir/Getty Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Meistararnir mætast í Ólafssal Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Meistararnir mætast í Ólafssal Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn