Svekkjandi leiðarlok á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson fær óblíðar móttökur frá José Toledo í leik Íslands og Brasilíu í Köln í gær. Hafnfirðingurinn skoraði tvö mörk. NORDICPHOTOS/GETTY Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira