Hver verður staðan árið 2060? Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar