Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar 6. október 2025 15:32 Í nýlegri grein Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Vísi kom fram að 752 Íslendingar létust á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda – sjálfsvíga og lyfjaeitrunar.Í annarri nýrri frétt kemur fram að nær 2.500 börn bíða nú eftir greiningu eða meðferð vegna andlegra veikinda. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Þessar tölur afhjúpa að núverandi kerfi ræður ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir. Í nýrri frétt RÚV kom fram að tíðni heilabilunarsjúkdóma á Íslandi gæti aukist um 80% á næstu 35 árum. Formaður Læknafélags Íslands sagði þar að heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við verkefnið að óbreyttu.Sú yfirlýsing á ekki aðeins við um heilabilun – hún endurspeglar víðtækara lýðheilsuvandamál. Við sjáum nú tvær bylgjur vaxandi heilsufarsvanda rísa samtímis – geðræn veikindi og efnaskiptasjúkdóma. Í raun eru þetta ekki tveir aðskildir faraldrar, heldur eitt og sama vandamálið: heilinn fær ekki þá orku sem hann þarf til að starfa eðlilega. Ný sýn á orkuheilbrigði heilans Heilinn vegur aðeins um 2% af líkamsþyngd en notar um 20% af allri orku líkamans. Þegar orkuskipti heilans eru í ójafnvægi, geta einkenni eins og þreyta, kvíði, skapbreytingar, vitræn skerðing og minnistap fylgt í kjölfarið. Rannsóknir benda til þess að heilinn get misst hæfileikann til þess að nýta glúkósa sem orkugjafa sem getur leitt til sjúkdóma allt frá geðröskunum til Alzheimer. Þrátt fyrir nægan sykur í blóði svelta taugafrumurnar. En hvað er þá í boði ef heilinn getur ekki nýtt þá næringu sem hefðbundið mataræði hefur fram að færa? Ketó mataræði, sem örvar myndun ketóna úr fitu, gefur heilanum stöðugan, skilvirkan orkugjafa í tilvikum þar sem heilinn getur ekki nýtt glúkósa. Ketó mataræði er ekki tískufæði – heldur vísindalega sannreynd aðferð til að bæta efnaskiptaheilbrigði heilans. Ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við verkefnið – þá verðum við að breyta forsendunum Ef spár ganga eftir, og tilfellum heilabilana fjölgar um 80% á næstu áratugum, þá er ljóst að við getum ekki reitt okkur eingöngu á lyfjameðferðir og sjúkrahúsinnlagnir.Það myndi einfaldlega yfirbuga heilbrigðiskerfið – bæði fjárhagslega og mannlega. Lausnin felst ekki í að auka viðbragðsgetu kerfisins, heldur að draga úr þörfinni á inngripum með forvörnum og snemmíhlutun.Þar þarf bætt mataræði, svefn og efnaskiptaheilbrigði að verða hluti af opinberri heilbrigðisstefnu, rétt eins og bólusetningar og hjartaheilsuvernd. Við vitum að heilinn bregst við þeirri næringu sem hann fær. Því þarf að nálgast geðheilbrigði og andlega heilsu með sömu stefnumótandi hugsun og notuð hefur verið í lýðheilsu – með áherslu á orku, jafnvægi og næringu. Frá meðferð til forvarna Langir biðlistar og aukinn fjöldi einstaklinga með heilabilun eða geðræn einkenni eru ekki aðeins heilsufarsvandi – þeir eru samfélagsleg og efnahagsleg áskorun.Þessi mikla fjölgun dregur úr atvinnuþátttöku, eykur kostnað og skapar langvarandi félagslegt álag. Með því að efla forvarnir á sviði efnaskiptaheilbrigðis með fræðslu um áhrif næringar á líkamlega og andlega líðan og svefn – er hægt að efla almenna lýðheilsu (en þekkt “aukaverkun” ketó mataræðis er þyngdartap) og fækka tilvikum geðraskana, minnka álag á heilbrigðiskerfið og valdefla einstaklinga til þess að bæta eigin heilsu. Slík fræðsla gæti orðið hluti af: heilsueflandi grunnstefnu sveitarfélaga, námskrám í skólum, þar sem börn læra grundvallaratriði næringarfræði og að tengja fæðu,einbeitingu og almenna líðan. þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á öllum stigum. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig matur sem er í boði á opinberum stofnunum – svo sem á Landspítalanum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum – geti stutt við markmið um heilbrigð efnaskipti. Frá fræðilegri sýn til framkvæmdar Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alla burði til að verða leiðandi í efnaskiptaforvörnum.Það krefst ekki nýrra bygginga eða tækjabúnaðar – heldur heildstæðrar stefnu og bættrar þekkingar. Heilbrigðisráðuneytið og Landspítali gætu sameinast um að þróa þverfaglega verkáætlun um efnaskiptaheilbrigði og geðheilbrigði, þar sem næringarfræðingar, sálfræðingar og læknar vinna saman að því að mæla áhrif bættrar næringar á geðheilsu og vitræna starfsemi. Á hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og geðdeildum mætti innleiða tilraunaverkefni þar sem máltíðir væru hannaðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar um efnaskiptaheilbrigði – þar sem áhersla er lögð á að draga úr ofurunnum hráefnum, neyslu sykurs og kolvetna en auka neyslu á próteini og góðri fitu.Þetta myndi ekki aðeins bæta heilsu þjónustuþega, heldur létta á álagi kerfisins til lengri tíma. Að færa stefnu nær upprunanum Ef við tökum viðvörun formanns Læknafélags Íslands alvarlega – um að heilbrigðiskerfið ráði ekki við verkefnið að óbreyttu – þá verðum við að endurhugsa stefnu okkar frá grunni.Við þurfum að færa hana frá viðbrögðum við einkennum yfir í markvissa endurreisn orkuheilbrigðis heilans. Þannig getum við ekki aðeins komið í veg fyrir 80% aukningu tilfella heilabilana verði að veruleika – heldur einnig dregið úr faraldri geðheilsuvanda. Ný sýn á heilbrigða framtíð Bætt geðheilsa og vitræn heilsa eru ekki aðeins spurning um lyf og greiningar.Þær byggjast á orku, næringu og stöðugleika í efnaskiptum. Viljum við byggja upp heilbrigðiskerfi sem stendur undir sér til framtíðar, verðum við að tala um næringu og efnaskiptaheilbrigði sem stefnumál þjóðarinnar – jafn mikilvægt og menntun, orkuskipti og loftslag. Þannig getum við byggt upp samfélag þar sem heilinn fær að dafna, þar sem geðheilsa er forgangsmál – og þar sem við bregðumst við áður en kerfið brestur. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Vísi kom fram að 752 Íslendingar létust á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda – sjálfsvíga og lyfjaeitrunar.Í annarri nýrri frétt kemur fram að nær 2.500 börn bíða nú eftir greiningu eða meðferð vegna andlegra veikinda. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Þessar tölur afhjúpa að núverandi kerfi ræður ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir. Í nýrri frétt RÚV kom fram að tíðni heilabilunarsjúkdóma á Íslandi gæti aukist um 80% á næstu 35 árum. Formaður Læknafélags Íslands sagði þar að heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við verkefnið að óbreyttu.Sú yfirlýsing á ekki aðeins við um heilabilun – hún endurspeglar víðtækara lýðheilsuvandamál. Við sjáum nú tvær bylgjur vaxandi heilsufarsvanda rísa samtímis – geðræn veikindi og efnaskiptasjúkdóma. Í raun eru þetta ekki tveir aðskildir faraldrar, heldur eitt og sama vandamálið: heilinn fær ekki þá orku sem hann þarf til að starfa eðlilega. Ný sýn á orkuheilbrigði heilans Heilinn vegur aðeins um 2% af líkamsþyngd en notar um 20% af allri orku líkamans. Þegar orkuskipti heilans eru í ójafnvægi, geta einkenni eins og þreyta, kvíði, skapbreytingar, vitræn skerðing og minnistap fylgt í kjölfarið. Rannsóknir benda til þess að heilinn get misst hæfileikann til þess að nýta glúkósa sem orkugjafa sem getur leitt til sjúkdóma allt frá geðröskunum til Alzheimer. Þrátt fyrir nægan sykur í blóði svelta taugafrumurnar. En hvað er þá í boði ef heilinn getur ekki nýtt þá næringu sem hefðbundið mataræði hefur fram að færa? Ketó mataræði, sem örvar myndun ketóna úr fitu, gefur heilanum stöðugan, skilvirkan orkugjafa í tilvikum þar sem heilinn getur ekki nýtt glúkósa. Ketó mataræði er ekki tískufæði – heldur vísindalega sannreynd aðferð til að bæta efnaskiptaheilbrigði heilans. Ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við verkefnið – þá verðum við að breyta forsendunum Ef spár ganga eftir, og tilfellum heilabilana fjölgar um 80% á næstu áratugum, þá er ljóst að við getum ekki reitt okkur eingöngu á lyfjameðferðir og sjúkrahúsinnlagnir.Það myndi einfaldlega yfirbuga heilbrigðiskerfið – bæði fjárhagslega og mannlega. Lausnin felst ekki í að auka viðbragðsgetu kerfisins, heldur að draga úr þörfinni á inngripum með forvörnum og snemmíhlutun.Þar þarf bætt mataræði, svefn og efnaskiptaheilbrigði að verða hluti af opinberri heilbrigðisstefnu, rétt eins og bólusetningar og hjartaheilsuvernd. Við vitum að heilinn bregst við þeirri næringu sem hann fær. Því þarf að nálgast geðheilbrigði og andlega heilsu með sömu stefnumótandi hugsun og notuð hefur verið í lýðheilsu – með áherslu á orku, jafnvægi og næringu. Frá meðferð til forvarna Langir biðlistar og aukinn fjöldi einstaklinga með heilabilun eða geðræn einkenni eru ekki aðeins heilsufarsvandi – þeir eru samfélagsleg og efnahagsleg áskorun.Þessi mikla fjölgun dregur úr atvinnuþátttöku, eykur kostnað og skapar langvarandi félagslegt álag. Með því að efla forvarnir á sviði efnaskiptaheilbrigðis með fræðslu um áhrif næringar á líkamlega og andlega líðan og svefn – er hægt að efla almenna lýðheilsu (en þekkt “aukaverkun” ketó mataræðis er þyngdartap) og fækka tilvikum geðraskana, minnka álag á heilbrigðiskerfið og valdefla einstaklinga til þess að bæta eigin heilsu. Slík fræðsla gæti orðið hluti af: heilsueflandi grunnstefnu sveitarfélaga, námskrám í skólum, þar sem börn læra grundvallaratriði næringarfræði og að tengja fæðu,einbeitingu og almenna líðan. þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á öllum stigum. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig matur sem er í boði á opinberum stofnunum – svo sem á Landspítalanum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum – geti stutt við markmið um heilbrigð efnaskipti. Frá fræðilegri sýn til framkvæmdar Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alla burði til að verða leiðandi í efnaskiptaforvörnum.Það krefst ekki nýrra bygginga eða tækjabúnaðar – heldur heildstæðrar stefnu og bættrar þekkingar. Heilbrigðisráðuneytið og Landspítali gætu sameinast um að þróa þverfaglega verkáætlun um efnaskiptaheilbrigði og geðheilbrigði, þar sem næringarfræðingar, sálfræðingar og læknar vinna saman að því að mæla áhrif bættrar næringar á geðheilsu og vitræna starfsemi. Á hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og geðdeildum mætti innleiða tilraunaverkefni þar sem máltíðir væru hannaðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar um efnaskiptaheilbrigði – þar sem áhersla er lögð á að draga úr ofurunnum hráefnum, neyslu sykurs og kolvetna en auka neyslu á próteini og góðri fitu.Þetta myndi ekki aðeins bæta heilsu þjónustuþega, heldur létta á álagi kerfisins til lengri tíma. Að færa stefnu nær upprunanum Ef við tökum viðvörun formanns Læknafélags Íslands alvarlega – um að heilbrigðiskerfið ráði ekki við verkefnið að óbreyttu – þá verðum við að endurhugsa stefnu okkar frá grunni.Við þurfum að færa hana frá viðbrögðum við einkennum yfir í markvissa endurreisn orkuheilbrigðis heilans. Þannig getum við ekki aðeins komið í veg fyrir 80% aukningu tilfella heilabilana verði að veruleika – heldur einnig dregið úr faraldri geðheilsuvanda. Ný sýn á heilbrigða framtíð Bætt geðheilsa og vitræn heilsa eru ekki aðeins spurning um lyf og greiningar.Þær byggjast á orku, næringu og stöðugleika í efnaskiptum. Viljum við byggja upp heilbrigðiskerfi sem stendur undir sér til framtíðar, verðum við að tala um næringu og efnaskiptaheilbrigði sem stefnumál þjóðarinnar – jafn mikilvægt og menntun, orkuskipti og loftslag. Þannig getum við byggt upp samfélag þar sem heilinn fær að dafna, þar sem geðheilsa er forgangsmál – og þar sem við bregðumst við áður en kerfið brestur. Höfundur er sálfræðingur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun