Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22
Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58