Valskonur gerðu sér lítið fyrir og slógu tvöfalda bikarmeistara Keflavíkur úr leik í 8-liða úrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta í kvöld.
Valur var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta í Keflavík í kvöld en Valskonur komu sér upp þægilegu 11 stiga forskoti fyrir hálfleikinn, staðan var 28-39 þegar flautað var til hálfleiks.
Bilið breikkaði svo bara í þriðja leikhluta og Keflavík náði aldrei að koma með almennilegt áhlaup. Þegar upp var staðið vann Valur mjög öruggan 71-89 sigur.
Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 23 stig og Helena Sverrisdóttir bætti 17 við. Brittanny Dinkins setti 39 stig fyrir Keflavík og var þeirra langbesti leikmaður.
Breiðablik gengur lítið í Domino's deildinni en Blikar áttu ekki í vandræðum með 1. deildar lið ÍR í Smáranum. ÍR skoraði aðeins 17 stig í fyrri hálfleik og var staðan orðin 35-17 þegar gengið var til búningsherbergja.
ÍR náði að halda nokkuð vel við Blika í þriðja leikhluta en heimakonur keyrðu aftur á gestina í síðasta fjórðungnum og unnu 36 stiga sigur 80-44.
Ivory Crawford skoraði 24 stig fyrir Breiðablik og Ragnheiður Björk Einarsdóttir setti 10. Hjá ÍR var Birna Eiríksdóttir stigahæst með 12 stig.
Þá er orðið ljóst hvaða lið mæta í úrslitavikuna í Laugardalshöllinni í febrúar, það verða Breiðablik, Valur, Snæfell og Stjarnan. Dregið verður í undanúrslitin í næstu viku.
Valur sló bikarmeistarana úr leik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport




Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn