Braut ekki lög þegar gögn um uppreist æru voru afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 19:42 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Dómsmálaráðuneytið braut ekki persónuverndarlög þegar það afhenti fréttamönnum gögn og upplýsingar um þá sem hlotið höfðu uppreist æru frá árinu 1995 til haustsins 2017. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Þann 13. september 2017 barst Persónuvernd kvörtun vegna fyrirhugaðrar afhendingar dómsmálaráðuneytisins á gögnum um alla þá sem hefðu fengið uppreist æru. Í svari ráðuneytisins við erindi Persónuverndar sagði að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 11. september 2017 hafi verið kveðið á um að dómsmálaráðuneytinu væri skylt að veita Ríkisútvarpinu aðgang að gögnum sem lögð höfðu verið fram með umsókn einstaklings um uppreist æru. Í framhaldi af úrskurðinum hafi verið farið fram á aðgang að sambærilegum gögnum allra þeirra sem fengið höfðu uppreist æru síðastliðin 22 ár. Taldi ráðuneytið sig skylt að verða við þeirri beiðni. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að ráðuneytið hafi fellt á brott upplýsingar um heilsuhagi ásamt öðrum upplýsingum sem taldar voru falla undir það að vera viðkvæmar persónuupplýsingar, áður en gögnin voru afhent. Jafnframt hafi verið felldar brott upplýsingar um nöfn einstaklinga sem hlotið hefðu dóma þar sem dómari hefði ákveðið að dómur skyldi birtur án nafns hins sakfellda Í ljósi þess, sem og að afhending upplýsinganna byggðist á upplýsingalögum , og að nafn þess sem kvartaði hafi verið afmátt. Því hafi afhending gagnanna ekki farið í bága við lög um persónuvernd. Persónuvernd Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Úrskurðarnefnd ósammála ráðuneyti í helstu atriðum varðandi Downey-skjöl Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld að ráðuneyti hennar hefði lögum samkvæmt neitað um aðgang að gögnum varðandi uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey. 16. september 2017 10:12 Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Gögn um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar fengust ekki afhent í gær. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðuneytið talið líklegt að það tækist þann daginn. Ekki var unnt að afhenda hluta gagnanna. 16. september 2017 06:00 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. 14. september 2017 15:34 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið braut ekki persónuverndarlög þegar það afhenti fréttamönnum gögn og upplýsingar um þá sem hlotið höfðu uppreist æru frá árinu 1995 til haustsins 2017. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Þann 13. september 2017 barst Persónuvernd kvörtun vegna fyrirhugaðrar afhendingar dómsmálaráðuneytisins á gögnum um alla þá sem hefðu fengið uppreist æru. Í svari ráðuneytisins við erindi Persónuverndar sagði að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 11. september 2017 hafi verið kveðið á um að dómsmálaráðuneytinu væri skylt að veita Ríkisútvarpinu aðgang að gögnum sem lögð höfðu verið fram með umsókn einstaklings um uppreist æru. Í framhaldi af úrskurðinum hafi verið farið fram á aðgang að sambærilegum gögnum allra þeirra sem fengið höfðu uppreist æru síðastliðin 22 ár. Taldi ráðuneytið sig skylt að verða við þeirri beiðni. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að ráðuneytið hafi fellt á brott upplýsingar um heilsuhagi ásamt öðrum upplýsingum sem taldar voru falla undir það að vera viðkvæmar persónuupplýsingar, áður en gögnin voru afhent. Jafnframt hafi verið felldar brott upplýsingar um nöfn einstaklinga sem hlotið hefðu dóma þar sem dómari hefði ákveðið að dómur skyldi birtur án nafns hins sakfellda Í ljósi þess, sem og að afhending upplýsinganna byggðist á upplýsingalögum , og að nafn þess sem kvartaði hafi verið afmátt. Því hafi afhending gagnanna ekki farið í bága við lög um persónuvernd.
Persónuvernd Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Úrskurðarnefnd ósammála ráðuneyti í helstu atriðum varðandi Downey-skjöl Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld að ráðuneyti hennar hefði lögum samkvæmt neitað um aðgang að gögnum varðandi uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey. 16. september 2017 10:12 Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Gögn um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar fengust ekki afhent í gær. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðuneytið talið líklegt að það tækist þann daginn. Ekki var unnt að afhenda hluta gagnanna. 16. september 2017 06:00 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. 14. september 2017 15:34 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Sjá meira
Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30
Úrskurðarnefnd ósammála ráðuneyti í helstu atriðum varðandi Downey-skjöl Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld að ráðuneyti hennar hefði lögum samkvæmt neitað um aðgang að gögnum varðandi uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey. 16. september 2017 10:12
Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Gögn um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar fengust ekki afhent í gær. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðuneytið talið líklegt að það tækist þann daginn. Ekki var unnt að afhenda hluta gagnanna. 16. september 2017 06:00
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51
44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. 14. september 2017 15:34