Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 12:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eftir blaðamannafund nú rétt fyrir hádegi þar sem hún kynnti meginefni frumvarpsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni. Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni.
Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira