Ágætis sport Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:09 Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun