Misskiljum ekki neitt Jón Helgi Björnsson skrifar 31. janúar 2019 07:07 Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa. Fleiri laxar voru í kvínni en sem nemur öllum hrygningarstofni villtra laxa. Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað mótmælt eldi frjórra norskra laxa enda óumdeilt að slíkt eldi getur valdið alvarlegri erfðamengun í villtum stofnum.Samkomulag svikið Því miður var norskur eldisstofn fluttur til landsins árið 1988. Landssamband veiðifélaga gerði samkomulag við stjórnvöld og Landssamband fiskeldisstöðva um að flytja mætti norskan lax inn eingöngu til notkunar í landeldi. Tilgangurinn var að skjóta öruggari fótum undir rekstur fiskeldisstöðva á landi. Árið 1995 sviku stjórnvöld umrætt samkomulag og heimiluðu að frjóan norskan lax mætti ala í opnum sjókvíum gegn kröftugum mótmælum Landssambands veiðifélaga.Enn er samkomulag lítils virði Nýlega voru lögð fram ný drög að breytingum á lögum um fiskeldi. Sagt var í texta með lögunum að þau væru byggð á samkomulagi frá nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Því miður er það rangt. Staðreyndin er að drögin sem nú eru kynnt eru gjörbreytt frá því sem kynnt var á vorþingi 2018 um það atriði sem skiptir öllu fyrir vernd íslenskra laxastofna. Áhættumat um erfðablöndun skal nú verða pólitískt og sæta gagnrýni fiskeldismanna, fulltrúa ráðherra og fulltrúa sveitarfélaganna á svokölluðum samráðsvettvangi áður en það er staðfest af ráðherra. Með öðrum orðum er áhættumatið orðið pólitískt, selt undir vald ráðherra Erum ekki neitt að misskilja Landssambandið leggur því áherslu á að lög um fiskeldi séu skýr og laus við möguleg áhrif pólitísks þrýstings á túlkun þeirra. Jafnframt að þau leiði raunverulega til verndunar á villtum stofnum og hvetji til umhverfisvæns eldis. Landssambandið er ekki að misskilja eitt né neitt í umræddum drögum að breytingum á fiskeldislögum sem lögð voru fram í desember. Það þarf ekki að velta vöngum yfir afleiðingum þess að setja á stofn samráðsvettvang sem er að stórum hluta skipaður af ráðherra án tilnefningar til að gera athugasemdir við áhættumat sem ráðherra er falið að staðfesta. Með því er vernd íslenskra laxastofna ofurseld pólitískum þrýstingi og eins og sagan sýnir hefur það reynst afar illa.Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa. Fleiri laxar voru í kvínni en sem nemur öllum hrygningarstofni villtra laxa. Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað mótmælt eldi frjórra norskra laxa enda óumdeilt að slíkt eldi getur valdið alvarlegri erfðamengun í villtum stofnum.Samkomulag svikið Því miður var norskur eldisstofn fluttur til landsins árið 1988. Landssamband veiðifélaga gerði samkomulag við stjórnvöld og Landssamband fiskeldisstöðva um að flytja mætti norskan lax inn eingöngu til notkunar í landeldi. Tilgangurinn var að skjóta öruggari fótum undir rekstur fiskeldisstöðva á landi. Árið 1995 sviku stjórnvöld umrætt samkomulag og heimiluðu að frjóan norskan lax mætti ala í opnum sjókvíum gegn kröftugum mótmælum Landssambands veiðifélaga.Enn er samkomulag lítils virði Nýlega voru lögð fram ný drög að breytingum á lögum um fiskeldi. Sagt var í texta með lögunum að þau væru byggð á samkomulagi frá nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Því miður er það rangt. Staðreyndin er að drögin sem nú eru kynnt eru gjörbreytt frá því sem kynnt var á vorþingi 2018 um það atriði sem skiptir öllu fyrir vernd íslenskra laxastofna. Áhættumat um erfðablöndun skal nú verða pólitískt og sæta gagnrýni fiskeldismanna, fulltrúa ráðherra og fulltrúa sveitarfélaganna á svokölluðum samráðsvettvangi áður en það er staðfest af ráðherra. Með öðrum orðum er áhættumatið orðið pólitískt, selt undir vald ráðherra Erum ekki neitt að misskilja Landssambandið leggur því áherslu á að lög um fiskeldi séu skýr og laus við möguleg áhrif pólitísks þrýstings á túlkun þeirra. Jafnframt að þau leiði raunverulega til verndunar á villtum stofnum og hvetji til umhverfisvæns eldis. Landssambandið er ekki að misskilja eitt né neitt í umræddum drögum að breytingum á fiskeldislögum sem lögð voru fram í desember. Það þarf ekki að velta vöngum yfir afleiðingum þess að setja á stofn samráðsvettvang sem er að stórum hluta skipaður af ráðherra án tilnefningar til að gera athugasemdir við áhættumat sem ráðherra er falið að staðfesta. Með því er vernd íslenskra laxastofna ofurseld pólitískum þrýstingi og eins og sagan sýnir hefur það reynst afar illa.Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun