Hvað slær klukkan? Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar