Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann. Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann.
Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira