Liðið tók stór skref fram á við Hjörvar Ólafsson skrifar 9. febrúar 2019 10:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gefur lærisveinum sínum skipanir af hliðarlínunni í leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í janúar síðstliðnum. Nordicphotos/Getty „Heilt yfir er ég sáttur, bæði við frammistöðuna og árangurinn. Það voru sjö leikmenn í leikmannahópnum sem voru að leika á sínu fyrsta stórmóti og þeir komust vel frá verkefninu. Það þarf hins vegar fleiri leiki undir beltið til þess að geta gert sig gildandi á alþjóðlegum vettvangi. Það má segja að liðið okkar sé fimm til sex árum á eftir Noregi sem vann silfurverðlaun á mótinu í þróunarferli sínu og átta til tíu á eftir Danmörku sem vann mótið,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um upplifun sína af HM. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum fyrstu sex leikina. Það vantaði ekki mikið upp á að okkur tækist að vinna Króata. Þar vorum við 14-11 yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar kom hins vegar berlega í ljós reynsluleysið í liðinu á lokakafla leiksins eins og eðlilegt er miðað við efni og aðstæður,“ segir þessi farsæli þjálfari um spilamennsku íslenska liðsins.Sýndu mikinn þroska „Leikurinn gegn Spánverjum var svo bara fínn, en það var vitað fyrir fram að það yrði við ramman reip að draga í þeim leik. Mér fannst við svo klára leikina gegn Barein og Japan fagmannlega og náðum að setja upp úrslitaleik við Makedóníu um sæti í milliriðlum eins og stefnt var að. Leikurinn við Makedóníu var svo afbragðs góður af okkar hálfu. Við sýndum þar mikinn þroska, einkum og sér í lagi sé litið til aldurs og reynslu þeirra leikmanna sem voru í burðarhlutverkum í þeim leik,“ segir hann enn fremur um frammistöðu liðsins. „Þar lékum við varnarleikinn fanta vel gegn því liði sem hefur útfært sóknarleikinn 7 á 6 hvað best af liðum heims. Við stóðumst svo prófið þegar mest á reyndi sem sýndi hversu langt ungir og efnilegir leikmenn í okkar liði eru komnir sem er ánægjulegt. Það skipti sköpum að þetta lið fengi að reyna sig við bestu lið heims í milliriðlinum og það var góð reynsla að komast þangað í fyrsta skipti á stórmóti í fimm ár,“ segir þjálfarinn.Fækka brottvísunum „Varnarleikurinn á mótinu var á löngum köflum mjög góður og við héldum mörgum sterkum liðum í kringum 25 mörk sem er bara mjög vel af sér vikið. Þjóðverjar skoruðu til að mynda einungis 24 mörk á móti okkur í milliriðlinum sem var mjög jákvætt. Það sem við þurfum aðallega að bæta er að fækka óþarfa brottvísunum sem við vorum allt of gjarnir að fá dæmdar á okkur í þessu móti. Til að mynda að sleppa þegar við erum búnir að missa leikmenn frá okkur og vera agaðri í okkar varnaraðgerðum. Það reyndist okkur afar dýrkeypt að leika á of löngum köflum einum leikmanni færri gegn sterkum liðum sem eru góð að nýta sér yfirtölu,“ sagði Guðmundur um varnarleik liðsins.Leystu 5-1 varnir vel „Hvað uppstillta sóknarleikinn varðar verður að líta til þess að það voru nokkrir leikmenn að stíga sín fyrstu skref á stærsta sviðinu. Af þeim sökum gerðum við okkur ansi oft seka um að velja vitlaus skot, troða boltanum á erfiðan hátt inn á línu þegar færi til þess var ekki nógu gott. Þegar þú spilar gegn jafn sterkum þjóðum og við vorum að etja kappi við er þér refsað fyrir öll mistök. Við verðum að læra af því. Ég var hins vegar ánægður með hvernig við leystum 5-1 vörnina sem mörg lið beittu gegn okkur. Við vorum með kerfi með innleysingum sem gengu afskaplega vel upp,“ segir Guðmundur. „Þeir ungu leikmenn sem fengu mikla ábyrgð á sínar herðar á þessu móti stóðu sig vel og tóku stórt skref í þroskaferli sínu sem handboltamenn í hæsta gæðaflokki. Elvar Örn [Jónsson] spilaði einkar vel á báðum endum vallarins og sýndi mikinn þroska í sínum leik. Hann var áræðinn í aðgerðum sínum í sóknarleiknum og spilaði hörkuvörn. Arnar Freyr [Arnarsson] fékk stórt hlutverk bæði í vörn og sókn og sinnti því vel. Hann hefur bætt sig bæði í varnar- og sóknarleiknum en á ýmislegt eftir ólært þar. Sama á við um Ými Örn Gíslason sem fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti," segir hann. „Það var gulls ígildi að geta gefið Hauki [Þrastarsyni] mínútur gegn jafn sterku liði og Frakklandi og þar fékk hann ómetanlega reynslu. Að mínu viti ætti hann að halda kyrru fyrir á Selfossi á næsta keppnistímabili og halda áfram að þróa sinn leik þar. Hann er í aðalhlutverki í góðu umhverfi og fær leiki þar sem mikið er undir hér heima og í Evrópukeppni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sýndi svo á þessu móti að hann býr yfir eiginleikum sem munu reynast liðinu afar vel í framtíðinni. Hann er óhræddur, mjög góður í stöðunni maður á móti manni og stýrir leiknum afbragðs vel,“ segir Guðmundur um hina afar spennandi leikstjórnendur íslenska liðsins.Vilja vinna riðilinn „Fram undan eru mjög mikilvægir leikir gegn Makedóníu í undankeppni EM 2020. Hagstæð úrslit í þeim leikjum koma okkur í afar góða stöðu hvað það varðar að enda í efsta sæti riðilsins sem er klárlega markmiðið. Við förum fullir bjartsýnir í þá leiki og tökum með okkur jákvæða frammistöðu á HM. Þar tók þetta unga og efnilega lið sem ætti að vera komið nálægt átta bestu liðum heims eftir tvö ár nokkuð stórt stökk fram á við og sýndi hvers það er megnugt,“ segir Guðmundur um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
„Heilt yfir er ég sáttur, bæði við frammistöðuna og árangurinn. Það voru sjö leikmenn í leikmannahópnum sem voru að leika á sínu fyrsta stórmóti og þeir komust vel frá verkefninu. Það þarf hins vegar fleiri leiki undir beltið til þess að geta gert sig gildandi á alþjóðlegum vettvangi. Það má segja að liðið okkar sé fimm til sex árum á eftir Noregi sem vann silfurverðlaun á mótinu í þróunarferli sínu og átta til tíu á eftir Danmörku sem vann mótið,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um upplifun sína af HM. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum fyrstu sex leikina. Það vantaði ekki mikið upp á að okkur tækist að vinna Króata. Þar vorum við 14-11 yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar kom hins vegar berlega í ljós reynsluleysið í liðinu á lokakafla leiksins eins og eðlilegt er miðað við efni og aðstæður,“ segir þessi farsæli þjálfari um spilamennsku íslenska liðsins.Sýndu mikinn þroska „Leikurinn gegn Spánverjum var svo bara fínn, en það var vitað fyrir fram að það yrði við ramman reip að draga í þeim leik. Mér fannst við svo klára leikina gegn Barein og Japan fagmannlega og náðum að setja upp úrslitaleik við Makedóníu um sæti í milliriðlum eins og stefnt var að. Leikurinn við Makedóníu var svo afbragðs góður af okkar hálfu. Við sýndum þar mikinn þroska, einkum og sér í lagi sé litið til aldurs og reynslu þeirra leikmanna sem voru í burðarhlutverkum í þeim leik,“ segir hann enn fremur um frammistöðu liðsins. „Þar lékum við varnarleikinn fanta vel gegn því liði sem hefur útfært sóknarleikinn 7 á 6 hvað best af liðum heims. Við stóðumst svo prófið þegar mest á reyndi sem sýndi hversu langt ungir og efnilegir leikmenn í okkar liði eru komnir sem er ánægjulegt. Það skipti sköpum að þetta lið fengi að reyna sig við bestu lið heims í milliriðlinum og það var góð reynsla að komast þangað í fyrsta skipti á stórmóti í fimm ár,“ segir þjálfarinn.Fækka brottvísunum „Varnarleikurinn á mótinu var á löngum köflum mjög góður og við héldum mörgum sterkum liðum í kringum 25 mörk sem er bara mjög vel af sér vikið. Þjóðverjar skoruðu til að mynda einungis 24 mörk á móti okkur í milliriðlinum sem var mjög jákvætt. Það sem við þurfum aðallega að bæta er að fækka óþarfa brottvísunum sem við vorum allt of gjarnir að fá dæmdar á okkur í þessu móti. Til að mynda að sleppa þegar við erum búnir að missa leikmenn frá okkur og vera agaðri í okkar varnaraðgerðum. Það reyndist okkur afar dýrkeypt að leika á of löngum köflum einum leikmanni færri gegn sterkum liðum sem eru góð að nýta sér yfirtölu,“ sagði Guðmundur um varnarleik liðsins.Leystu 5-1 varnir vel „Hvað uppstillta sóknarleikinn varðar verður að líta til þess að það voru nokkrir leikmenn að stíga sín fyrstu skref á stærsta sviðinu. Af þeim sökum gerðum við okkur ansi oft seka um að velja vitlaus skot, troða boltanum á erfiðan hátt inn á línu þegar færi til þess var ekki nógu gott. Þegar þú spilar gegn jafn sterkum þjóðum og við vorum að etja kappi við er þér refsað fyrir öll mistök. Við verðum að læra af því. Ég var hins vegar ánægður með hvernig við leystum 5-1 vörnina sem mörg lið beittu gegn okkur. Við vorum með kerfi með innleysingum sem gengu afskaplega vel upp,“ segir Guðmundur. „Þeir ungu leikmenn sem fengu mikla ábyrgð á sínar herðar á þessu móti stóðu sig vel og tóku stórt skref í þroskaferli sínu sem handboltamenn í hæsta gæðaflokki. Elvar Örn [Jónsson] spilaði einkar vel á báðum endum vallarins og sýndi mikinn þroska í sínum leik. Hann var áræðinn í aðgerðum sínum í sóknarleiknum og spilaði hörkuvörn. Arnar Freyr [Arnarsson] fékk stórt hlutverk bæði í vörn og sókn og sinnti því vel. Hann hefur bætt sig bæði í varnar- og sóknarleiknum en á ýmislegt eftir ólært þar. Sama á við um Ými Örn Gíslason sem fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti," segir hann. „Það var gulls ígildi að geta gefið Hauki [Þrastarsyni] mínútur gegn jafn sterku liði og Frakklandi og þar fékk hann ómetanlega reynslu. Að mínu viti ætti hann að halda kyrru fyrir á Selfossi á næsta keppnistímabili og halda áfram að þróa sinn leik þar. Hann er í aðalhlutverki í góðu umhverfi og fær leiki þar sem mikið er undir hér heima og í Evrópukeppni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sýndi svo á þessu móti að hann býr yfir eiginleikum sem munu reynast liðinu afar vel í framtíðinni. Hann er óhræddur, mjög góður í stöðunni maður á móti manni og stýrir leiknum afbragðs vel,“ segir Guðmundur um hina afar spennandi leikstjórnendur íslenska liðsins.Vilja vinna riðilinn „Fram undan eru mjög mikilvægir leikir gegn Makedóníu í undankeppni EM 2020. Hagstæð úrslit í þeim leikjum koma okkur í afar góða stöðu hvað það varðar að enda í efsta sæti riðilsins sem er klárlega markmiðið. Við förum fullir bjartsýnir í þá leiki og tökum með okkur jákvæða frammistöðu á HM. Þar tók þetta unga og efnilega lið sem ætti að vera komið nálægt átta bestu liðum heims eftir tvö ár nokkuð stórt stökk fram á við og sýndi hvers það er megnugt,“ segir Guðmundur um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira