Í viðvörun stofnunarinnar segir að umrætt bór geti borist inn í líkamann í gegnum húð þegar það er handfjatlað. Það verði að teljast áhyggjuefni enda sé listinn yfir þekktar eiturverkanir langur.

Húðerting með útbrotum (jafnvel mikill roði og blöðrur)
Skjálfti
Flog
Höfuðverkur
Meltingartruflanir
Þunglyndi og örlyndi, segir í útlistun Neytendastofu og bætt við að bór eigi jafnframt að geta haft hamlandi áhrif á þroska æxlunarfæra í börnum.
Stofnunin beinir þeim tilmælum til neytenda að þeir hætti strax notkun prumpuslímsins og skili því til seljenda, en leikfangið hefur meðal annars verið til sölu í verslunum Hagkaups og Iceland.
Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir notkun sambærilegs prumpuslíms.