Smáhýsi fyrir heimilislausa rísa meðal annars við Héðinsgötu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 12:02 Borgin ætlar sjálf að hanna smáhýsin og bjóða síðan út byggingu þeirra. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvernig þau munu líta út. Mynd/Facebook síða Heiðu Bjargar Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. Búið er að festa eina lóð við Héðinsgötu undir smáhýsin en þau munu ekki öll rísa á sama stað og er gert ráð fyrir að þau verði byggð með þeim hætti að hægt verði að flytja þau milli staða. Borgarráð samþykkti í haust að verja 450 milljónum til kaupa á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun fyrir áramót en ferlið hefur tekið lengri tíma. „Við höfum ákveðið að taka engu af þessum tilboðum sem bárust í byggingu smáhýsa. Það bárust 11 tilboð og ekkert þeirra uppfyllti í rauninni þær kröfur sem voru gerðar til smáhýsanna þannig að það var ákveðið að hafna þeim öllum og Reykjavíkurborg myndi hanna sjálf þessi hús sem eiga að vera 25-30 fermetrar og bjóða út byggingu þeirra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Efla þjónustu í öðrum úrræðum á meðan Aðspurð segist hún ekki gera ráð fyrir að þetta hafi í för með sér aukinn kostnað. „Við vorum að vonast til þess að geta opnað smáhýsin núna í mars, apríl en við sjáum fram á að það verði núna ekki fyrr en í júlí ágúst,“ segir Heiða. Það sem einnig tefur fyrir er að ráðast þarf í deiliskipulagsferli vegna lóða undir smáhýsin. Það ferli eitt og sér tekur 100 daga að sögn Heiðu en í fyrstu var ekki talið að þess þyrfti. „Það er í það minnsta búið að finna eina lóð, festa eina lóð við Héðinsgötu af þeim líklega fimm sem að við munum þurfum að fá,“ segir Heiða. Sökum þessa hefur þjónusta verið aukin í þeim úrræðum sem þegar eru til staðar að sögn Heiðu. „Það eru tólf einstaklingar núna sem að vilja gjarnan komast í smáhýsi og við bara pössum að veita þeim eins góða þjónustu og við getum á þeim tíma sem að þeir þurfa að bíða eftir því og höfum bætt við rýmum í bæði Víðinesi, gistiskýlinu og Konukoti og vettvangs- og ráðgjafarteymið okkar reynir að sinna öllum af mikilli alúð,“ segir Heiða. Líklega verða ekki öll hýsin byggð á sama tíma en Heiða vonast til þess að hægt verði að festa lóðir undir hýsin á meðan þau eru í hönnun. Nú standa jafnframt yfir framkvæmdir á húsnæði við Grandagarð þar sem til stendur að opna neyðarskýli fyrir unga fíkla á næstu mánuðum. Borgarstjórn Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. Búið er að festa eina lóð við Héðinsgötu undir smáhýsin en þau munu ekki öll rísa á sama stað og er gert ráð fyrir að þau verði byggð með þeim hætti að hægt verði að flytja þau milli staða. Borgarráð samþykkti í haust að verja 450 milljónum til kaupa á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun fyrir áramót en ferlið hefur tekið lengri tíma. „Við höfum ákveðið að taka engu af þessum tilboðum sem bárust í byggingu smáhýsa. Það bárust 11 tilboð og ekkert þeirra uppfyllti í rauninni þær kröfur sem voru gerðar til smáhýsanna þannig að það var ákveðið að hafna þeim öllum og Reykjavíkurborg myndi hanna sjálf þessi hús sem eiga að vera 25-30 fermetrar og bjóða út byggingu þeirra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Efla þjónustu í öðrum úrræðum á meðan Aðspurð segist hún ekki gera ráð fyrir að þetta hafi í för með sér aukinn kostnað. „Við vorum að vonast til þess að geta opnað smáhýsin núna í mars, apríl en við sjáum fram á að það verði núna ekki fyrr en í júlí ágúst,“ segir Heiða. Það sem einnig tefur fyrir er að ráðast þarf í deiliskipulagsferli vegna lóða undir smáhýsin. Það ferli eitt og sér tekur 100 daga að sögn Heiðu en í fyrstu var ekki talið að þess þyrfti. „Það er í það minnsta búið að finna eina lóð, festa eina lóð við Héðinsgötu af þeim líklega fimm sem að við munum þurfum að fá,“ segir Heiða. Sökum þessa hefur þjónusta verið aukin í þeim úrræðum sem þegar eru til staðar að sögn Heiðu. „Það eru tólf einstaklingar núna sem að vilja gjarnan komast í smáhýsi og við bara pössum að veita þeim eins góða þjónustu og við getum á þeim tíma sem að þeir þurfa að bíða eftir því og höfum bætt við rýmum í bæði Víðinesi, gistiskýlinu og Konukoti og vettvangs- og ráðgjafarteymið okkar reynir að sinna öllum af mikilli alúð,“ segir Heiða. Líklega verða ekki öll hýsin byggð á sama tíma en Heiða vonast til þess að hægt verði að festa lóðir undir hýsin á meðan þau eru í hönnun. Nú standa jafnframt yfir framkvæmdir á húsnæði við Grandagarð þar sem til stendur að opna neyðarskýli fyrir unga fíkla á næstu mánuðum.
Borgarstjórn Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30
Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00