Kom að árásarmanninum taka piltinn hálstaki Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 11:17 Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó kom að árásinni í Kópavogi í gærkvöldi. Mynd/Samsett Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17