Datt illa og vitnaði í Lethal Weapon: „Ég er orðin of gömul fyrir þennan skít“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Lindsey Vonn kveður á sunnudaginn. vísir/getty Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn. Skíðaíþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga