Græna lauman í skattamálum? Ásdís Kristjánsdóttir. skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum. Slíkir skattar, oft kallaðir grænir skattar, eru hannaðir með það að leiðarljósi að hvetja til breyttrar hegðunar en ekki til tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Enda er það almennt svo að skili þeir tilætluðum árangri munu þeir skila takmörkuðum skatttekjum horft til framtíðar. Það er því mikilvægt að ríkissjóður sé ekki háður tekjustreymi grænna skatta til fjáröflunar á almennum útgjöldum. Árið 2017 skiluðu grænir skattar 47 milljörðum króna í tekjum til ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla skattar sem hafa tengsl við koltvísýringslosun vegna notkunar tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, einna helst ökutækja; vörugjald á ökutæki, vörugjald af bensíni, bifreiðagjald, eldsneytisgjald, kílómetragjald og kolefnisgjald. Meginþorri þessara skattstofna var þó upphaflega hugsaður til fjármögnunar á vegakerfinu en sérstaka bensíngjaldið, olíugjaldið og kílómetragjaldið tilheyrðu áður mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015). Á Íslandi hefur innheimta grænna skatta þannig ekki aðeins verið rökstudd með vísan í þann samfélagslega ávinning sem skattarnir eiga að hafa í för með sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkissjóðs til fjármögnunar vegakerfisins svo dæmi séu tekin. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir aukna áherslu á græna skattlagningu þá virðist ekki vera haldið nákvæmt bókhald yfir framlög ríkisins á móti slíkri skattlagningu til verkefna sem m.a. tengjast samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða bættra loftgæða almennt. Er það áhyggjuefni.Ekki allt vænt sem vel er grænt Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á mikilvægi þess að heildarendurskoðun eigi sér stað á gjaldtöku í samgöngum, grænum sköttum og skattaívilnunum þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Með umhverfismál í deiglunni getur þó skapast hvati til að sveipa nýja skatta grænni hulu, jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til umhverfisvænni hegðunar af hálfu neytenda eða fyrirtækja. Það má finna dæmi þess á Norðurlöndunum þar sem nýir skattar hafa verið innleiddir og kynntir sem grænir skattar en hafa í raun ekki verið annað en hrein tekjuöflun fyrir hið opinbera. Frá árinu 2010 hefur fjöldi vistvænna bifreiða hér á landi meira en tólffaldast og á innheimta ríkisins á grænum sköttum líklega stóran þátt í þeirri þróun. Á sama tíma hafa tekjur ríkisins af eldsneytis- og vörugjöldum á hverja bifreið dregist saman um 46% á föstu verðlagi. Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á móti ekki dregist saman heldur aukist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki er unnt að treysta á grænt tekjustreymi, sem er í raun tímabundið, til að fjármagna vegaframkvæmdir til framtíðar. Þess þá heldur ef áform stjórnvalda ganga eftir um orkuskipti í vegasamgöngum þar sem nýskráningar dísil- og bensínbifreiða verða óheimilar eftir 2030. Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað þarf að endurhugsa hvernig vegakerfið er fjármagnað. Umræða um veggjöld er því eðlileg í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja að ef til nýrrar gjaldtöku eða skattlagningar kemur þá verði um leið tekjur vegna grænna skatta nýttar til þess að lækka aðra almenna skatta þannig að heildaráhrifin á tekjur ríkissjóðs verði hverfandi. Jafnvel mætti lækka álagningu á umhverfisvæna starfsemi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund almennings og fyrirtækja, eins og þegar er gert með lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum. Græn skattlagning er eðlileg forgangsröðun af hálfu stjórnvalda en um leið mikilvægt að stjórnvöld birti opinberlega áætlanir sínar um ráðstöfun grænna skatttekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á frekari álagningu grænna skatta. Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi skattkerfisins og tryggir að skattar sem lítið eiga skylt við umhverfið séu ekki sveipaðir grænni hulu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum. Slíkir skattar, oft kallaðir grænir skattar, eru hannaðir með það að leiðarljósi að hvetja til breyttrar hegðunar en ekki til tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Enda er það almennt svo að skili þeir tilætluðum árangri munu þeir skila takmörkuðum skatttekjum horft til framtíðar. Það er því mikilvægt að ríkissjóður sé ekki háður tekjustreymi grænna skatta til fjáröflunar á almennum útgjöldum. Árið 2017 skiluðu grænir skattar 47 milljörðum króna í tekjum til ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla skattar sem hafa tengsl við koltvísýringslosun vegna notkunar tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, einna helst ökutækja; vörugjald á ökutæki, vörugjald af bensíni, bifreiðagjald, eldsneytisgjald, kílómetragjald og kolefnisgjald. Meginþorri þessara skattstofna var þó upphaflega hugsaður til fjármögnunar á vegakerfinu en sérstaka bensíngjaldið, olíugjaldið og kílómetragjaldið tilheyrðu áður mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015). Á Íslandi hefur innheimta grænna skatta þannig ekki aðeins verið rökstudd með vísan í þann samfélagslega ávinning sem skattarnir eiga að hafa í för með sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkissjóðs til fjármögnunar vegakerfisins svo dæmi séu tekin. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir aukna áherslu á græna skattlagningu þá virðist ekki vera haldið nákvæmt bókhald yfir framlög ríkisins á móti slíkri skattlagningu til verkefna sem m.a. tengjast samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða bættra loftgæða almennt. Er það áhyggjuefni.Ekki allt vænt sem vel er grænt Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á mikilvægi þess að heildarendurskoðun eigi sér stað á gjaldtöku í samgöngum, grænum sköttum og skattaívilnunum þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Með umhverfismál í deiglunni getur þó skapast hvati til að sveipa nýja skatta grænni hulu, jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til umhverfisvænni hegðunar af hálfu neytenda eða fyrirtækja. Það má finna dæmi þess á Norðurlöndunum þar sem nýir skattar hafa verið innleiddir og kynntir sem grænir skattar en hafa í raun ekki verið annað en hrein tekjuöflun fyrir hið opinbera. Frá árinu 2010 hefur fjöldi vistvænna bifreiða hér á landi meira en tólffaldast og á innheimta ríkisins á grænum sköttum líklega stóran þátt í þeirri þróun. Á sama tíma hafa tekjur ríkisins af eldsneytis- og vörugjöldum á hverja bifreið dregist saman um 46% á föstu verðlagi. Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á móti ekki dregist saman heldur aukist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki er unnt að treysta á grænt tekjustreymi, sem er í raun tímabundið, til að fjármagna vegaframkvæmdir til framtíðar. Þess þá heldur ef áform stjórnvalda ganga eftir um orkuskipti í vegasamgöngum þar sem nýskráningar dísil- og bensínbifreiða verða óheimilar eftir 2030. Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað þarf að endurhugsa hvernig vegakerfið er fjármagnað. Umræða um veggjöld er því eðlileg í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja að ef til nýrrar gjaldtöku eða skattlagningar kemur þá verði um leið tekjur vegna grænna skatta nýttar til þess að lækka aðra almenna skatta þannig að heildaráhrifin á tekjur ríkissjóðs verði hverfandi. Jafnvel mætti lækka álagningu á umhverfisvæna starfsemi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund almennings og fyrirtækja, eins og þegar er gert með lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum. Græn skattlagning er eðlileg forgangsröðun af hálfu stjórnvalda en um leið mikilvægt að stjórnvöld birti opinberlega áætlanir sínar um ráðstöfun grænna skatttekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á frekari álagningu grænna skatta. Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi skattkerfisins og tryggir að skattar sem lítið eiga skylt við umhverfið séu ekki sveipaðir grænni hulu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar