Lífsháski Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun