Seldi lag í vinsæla Netflix mynd Björk Eiðsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Unnur og Martyn Zub, við frumsýningu myndarinnar í Los Angeles. Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið þar sem hún hefur reynt fyrir sér sem leik- og söngkona. Á dögunum var lag eftir hana og félaga hennar Martyn Zub notað í Netflix-myndina Velvet Buzzsaw með Jake Gyllenhaal og Rene Russo í aðalhlutverkum. Undanfarin tvö ár hefur Unnur búið í Los Angeles en áður var hún við nám í American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég bjó svo í Las Vegas í nokkra mánuði í fyrra, þar sem ég fór með hlutverk Jayne Mansfield í söngleik um ævi Marilyn Monroe.“ „Ég og vinur minn, Martyn Zub, höfum verið að semja tónlist saman í rúmlega ár. Hann hefur unnið mikið með Dan Gilroy, leikstjóra Velvet Buzzsaw, og vissi að hann væri að leita að lagi fyrir ákveðna senu í myndinni. Martyn leyfði honum að heyra lag sem við vorum nýbúin að taka upp og Dan fannst það smellpassa, svo allt í einu vorum við komin í samningaviðræður við fólk frá Netflix. Lagið heitir Keep It Left og svona þar sem ég er að tala við ykkur heima á Íslandi, þá ætluðum við aldrei að gefa það út því við erum með önnur lög sem við erum miklu ánægðari með. En það virkaði samt svo vel fyrir stemninguna sem þau voru að skapa, svo það var gaman að lagið skyldi fá smá líf.“ Unnur segir það þó hafa æxlast þannig að senan, sem búið var að eyða þetta miklum tíma í að finna lag fyrir, var á endanum klippt úr myndinni. „Lagið var þó notað en á öðrum stað í myndinni og í styttri útgáfu.“Unnur með chihuahua-hundinn Ellý.Frumsýningartryllingur „Myndin sjálf er gjörsamlega tryllt. Þetta er dökk satírsk spennu-hryllingsmynd sem skartar virkilega flottum leikurum. Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið og Toni Collette, John Malkovich, Billy Magnussen og fleiri eiga stórleik.“ Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni við frábærar viðtökur og fékk sérstaka frumsýningu í Los Angeles daginn eftir þangað sem Unnur og Martyn mættu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í tryllingnum sem fer í eina svona frumsýningu. Maður er orðinn þokkalega vanur að sjá frægt fólk í LA, en það er samt óhætt að viðurkenna að unglingurinn í mér fékk veruleg fiðrildi í magann þegar herra Jake mætti á svæðið. Fólkið sem skipulagði veisluna eftir sýninguna hefur fengið þægilegt „budget“ frá Netflix því það var búið að setja salinn upp eins og galleríið í myndinni, skreyttan með verkunum sem voru notuð í tökunum. Þeir sem sjá myndina munu skilja hversu virkilega óþægilegt og magnað það var á sama tíma.“ Unnur segir það að koma laginu í myndina hafa opnað margar dyr nú þegar. „Við Martyn höfum verið að funda með fólki sem hefur áhuga á að hjálpa okkur að koma tónlistinni okkar á framfæri, og við erum spennt fyrir að gefa út lögin sem við höfum verið að vinna síðasta árið.“ Aðspurð segir Unnur nóg um að vera hjá sér en undir lok mánaðarins sé hún að fara í tökur á kvikmynd sem hún sé mjög spennt fyrir en myndin komi líklega út í sumar. „Svo er ég í nýorðin mamma Ellýjar, sem er lítill chihuahua-hundur sem ég ættleiddi eftir eldana hræðilegu í LA. Ég þurfti að taka hana með mér í prufu um daginn því ég náði ekki að skutla henni heim, og leikstjórinn var svo hrifinn af henni að ég held að ég hafi fengið „callback“ einungis því að hann var svo heillaður af henni. Svo ef einhver er að velta fyrir sér hvernig sé best að fóta sig í bransanum hér úti þá er lykillinn einfaldlega að eiga sætan hund.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Unnar á Instagram @unnureggerts. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tónlist Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið þar sem hún hefur reynt fyrir sér sem leik- og söngkona. Á dögunum var lag eftir hana og félaga hennar Martyn Zub notað í Netflix-myndina Velvet Buzzsaw með Jake Gyllenhaal og Rene Russo í aðalhlutverkum. Undanfarin tvö ár hefur Unnur búið í Los Angeles en áður var hún við nám í American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég bjó svo í Las Vegas í nokkra mánuði í fyrra, þar sem ég fór með hlutverk Jayne Mansfield í söngleik um ævi Marilyn Monroe.“ „Ég og vinur minn, Martyn Zub, höfum verið að semja tónlist saman í rúmlega ár. Hann hefur unnið mikið með Dan Gilroy, leikstjóra Velvet Buzzsaw, og vissi að hann væri að leita að lagi fyrir ákveðna senu í myndinni. Martyn leyfði honum að heyra lag sem við vorum nýbúin að taka upp og Dan fannst það smellpassa, svo allt í einu vorum við komin í samningaviðræður við fólk frá Netflix. Lagið heitir Keep It Left og svona þar sem ég er að tala við ykkur heima á Íslandi, þá ætluðum við aldrei að gefa það út því við erum með önnur lög sem við erum miklu ánægðari með. En það virkaði samt svo vel fyrir stemninguna sem þau voru að skapa, svo það var gaman að lagið skyldi fá smá líf.“ Unnur segir það þó hafa æxlast þannig að senan, sem búið var að eyða þetta miklum tíma í að finna lag fyrir, var á endanum klippt úr myndinni. „Lagið var þó notað en á öðrum stað í myndinni og í styttri útgáfu.“Unnur með chihuahua-hundinn Ellý.Frumsýningartryllingur „Myndin sjálf er gjörsamlega tryllt. Þetta er dökk satírsk spennu-hryllingsmynd sem skartar virkilega flottum leikurum. Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið og Toni Collette, John Malkovich, Billy Magnussen og fleiri eiga stórleik.“ Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni við frábærar viðtökur og fékk sérstaka frumsýningu í Los Angeles daginn eftir þangað sem Unnur og Martyn mættu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í tryllingnum sem fer í eina svona frumsýningu. Maður er orðinn þokkalega vanur að sjá frægt fólk í LA, en það er samt óhætt að viðurkenna að unglingurinn í mér fékk veruleg fiðrildi í magann þegar herra Jake mætti á svæðið. Fólkið sem skipulagði veisluna eftir sýninguna hefur fengið þægilegt „budget“ frá Netflix því það var búið að setja salinn upp eins og galleríið í myndinni, skreyttan með verkunum sem voru notuð í tökunum. Þeir sem sjá myndina munu skilja hversu virkilega óþægilegt og magnað það var á sama tíma.“ Unnur segir það að koma laginu í myndina hafa opnað margar dyr nú þegar. „Við Martyn höfum verið að funda með fólki sem hefur áhuga á að hjálpa okkur að koma tónlistinni okkar á framfæri, og við erum spennt fyrir að gefa út lögin sem við höfum verið að vinna síðasta árið.“ Aðspurð segir Unnur nóg um að vera hjá sér en undir lok mánaðarins sé hún að fara í tökur á kvikmynd sem hún sé mjög spennt fyrir en myndin komi líklega út í sumar. „Svo er ég í nýorðin mamma Ellýjar, sem er lítill chihuahua-hundur sem ég ættleiddi eftir eldana hræðilegu í LA. Ég þurfti að taka hana með mér í prufu um daginn því ég náði ekki að skutla henni heim, og leikstjórinn var svo hrifinn af henni að ég held að ég hafi fengið „callback“ einungis því að hann var svo heillaður af henni. Svo ef einhver er að velta fyrir sér hvernig sé best að fóta sig í bransanum hér úti þá er lykillinn einfaldlega að eiga sætan hund.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Unnar á Instagram @unnureggerts.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tónlist Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira