Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 19:45 Tíðni vinnuslysa hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira