Ólafur Darri fyllir í skarð Maríu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2019 14:46 Ólafur Darri Andrason var deildarstjóri hagdeildar ASÍ á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Ólafur Darri Andrason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Frá þessu er greint á vefsíðu spítalans. Hann tekur við af Maríu Heimisdóttur sem var síðastliðið haust ráðin forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Settur framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá þeim tíma hefur verið Rúnar Bjarni Jóhannsson en hann hverfur til annarra starfa hjá Landspítala þegar Ólafur Darri hefur störf. Ólafur Darri er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla. Hann er í tilkynningunni sagður hafa víðtæka reynslu af stjórnsýslu, stýringu umfangsmikils opinbers rekstrar og innleiðingu stórra kerfislægra breytinga, svo sem yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga og innleiðingu nýrra laga um opinber fjármál í velferðarráðuneytinu. Ólafur Darri er nú settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og starfaði um þriggja ára skeið sem skrifstofustjóri á skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Áður var hann í þrettán ár deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands og um sex ára skeið fjármálastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og fjárreiðustjóri borgarinnar. Enn fremur starfaði hann um árabil í menntamálaráðuneytinu. Fjármálasvið Landspítala hefur umsjón með fjármálum spítalans og annast reikningshald og reikningsskil hans. Sviðið heldur utan um fjárheimildir spítalans, sér um fjárstýringu og innheimtir kröfur ásamt því að hafa umsjón með gerð fjárhagsáætlunar. Einnig eru innkaup og vörustýring meðal verkefna sviðsins. Fjármálasvið safnar, greinir og miðlar upplýsingum um starfsemi og rekstur spítalans. Framkvæmdastjóri þess situr í framkvæmdastjórn og heyrir undir forstjóra. Ólafur Darri hefur störf hjá Landspítala á vormánuðum 2019. Landspítalinn Vistaskipti Tengdar fréttir María skipuð forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára. 5. september 2018 15:42 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Ólafur Darri Andrason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Frá þessu er greint á vefsíðu spítalans. Hann tekur við af Maríu Heimisdóttur sem var síðastliðið haust ráðin forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Settur framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá þeim tíma hefur verið Rúnar Bjarni Jóhannsson en hann hverfur til annarra starfa hjá Landspítala þegar Ólafur Darri hefur störf. Ólafur Darri er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla. Hann er í tilkynningunni sagður hafa víðtæka reynslu af stjórnsýslu, stýringu umfangsmikils opinbers rekstrar og innleiðingu stórra kerfislægra breytinga, svo sem yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga og innleiðingu nýrra laga um opinber fjármál í velferðarráðuneytinu. Ólafur Darri er nú settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og starfaði um þriggja ára skeið sem skrifstofustjóri á skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Áður var hann í þrettán ár deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands og um sex ára skeið fjármálastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og fjárreiðustjóri borgarinnar. Enn fremur starfaði hann um árabil í menntamálaráðuneytinu. Fjármálasvið Landspítala hefur umsjón með fjármálum spítalans og annast reikningshald og reikningsskil hans. Sviðið heldur utan um fjárheimildir spítalans, sér um fjárstýringu og innheimtir kröfur ásamt því að hafa umsjón með gerð fjárhagsáætlunar. Einnig eru innkaup og vörustýring meðal verkefna sviðsins. Fjármálasvið safnar, greinir og miðlar upplýsingum um starfsemi og rekstur spítalans. Framkvæmdastjóri þess situr í framkvæmdastjórn og heyrir undir forstjóra. Ólafur Darri hefur störf hjá Landspítala á vormánuðum 2019.
Landspítalinn Vistaskipti Tengdar fréttir María skipuð forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára. 5. september 2018 15:42 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
María skipuð forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára. 5. september 2018 15:42