Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:00 Það er ekki nóg að fara í ræktina þrisvar í viku. Mikilvægt er að forðast kyrrsetu og standa upp á hreyfa sig á hálftíma fresti. vísir/stefán Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti
Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira