Boston stoppaði sigurgöngu Oklahoma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Kyrie Irving í leiknum í nótt vísir/getty Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn