Minni þolinmæði gagnvart ökumönnum sem leggja illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 16:18 Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Vísir/Egill Samskipti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og árvökulla netverja á Twitter hafa vakið athygli og þá ekki síst á meðal þeirra sem stunda bíllausan lífsstíl. Þegar netverjar bentu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á bíla sem var lagt ólöglega sagði fulltrúi lögreglunnar að þrátt fyrir að það mætti ekki leggja ólöglega „hljóti að vera ákveðið svigrúm meðan svona er“ og vísaði til hálkunnar og snævarins sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga. Fulltrúinn sagði að eigendur bíla væru sektaðir „hægri-vinstri“. Ökumönnum finnist of mikið sektað og gangandi finnist ekki nógu mikið gert. Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var fremur ósáttur við svarið og sagði að lögreglan mætti ekki reyna að fara einhvern meðalveg þegar kæmi að lögum. „Munurinn er sá að annar hópurinn er að óska eftir því að það sé ekki gert. Maður skyldi ætla að það vefðist ekki fyrir ykkur á hvort hópinn ætti að hlusta,“ skrifar Gísli.Það hefur færst í vöxt að almennir borgarar sendi inn ábendingar líkt og sést á myndinni til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Umferðarlögin í gildi allan sólahringinn og árið um kring Inntur eftir viðbrögðum segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að umferðarlögin séu í gildi allan sólarhringinn og allt árið um kring. Þó geti komið upp óvenjulegar aðstæður og tímabundið ástand líkt og verið hafa undanfarna daga. Hann segir að lögreglan sjái ávallt til þess að ökutæki sé fjarlægt ef það er hættulegt gangandi vegfarendum, því lagt nálægt gatnamótum eða í veg fyrir gangandi. Ómar Smári segir að lögregla hafi fyrst samband við eiganda bílsins og fari fram á að hann fjarlægi bílinn. Ef ekki náist í eiganda, eða ef hann verður af einhverjum ástæðum ekki við kröfum lögreglunnar, þurfi að láta draga hann í burtu sem hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir eigandann. Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Fleiri senda inn ábendingar til lögreglu Ómar Smári segir að í dag sé minni þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann segir að sú þróun sé mjög jákvæð því fólk sé mjög vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem sé lagt ólöglega. Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00 Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Samskipti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og árvökulla netverja á Twitter hafa vakið athygli og þá ekki síst á meðal þeirra sem stunda bíllausan lífsstíl. Þegar netverjar bentu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á bíla sem var lagt ólöglega sagði fulltrúi lögreglunnar að þrátt fyrir að það mætti ekki leggja ólöglega „hljóti að vera ákveðið svigrúm meðan svona er“ og vísaði til hálkunnar og snævarins sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga. Fulltrúinn sagði að eigendur bíla væru sektaðir „hægri-vinstri“. Ökumönnum finnist of mikið sektað og gangandi finnist ekki nógu mikið gert. Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var fremur ósáttur við svarið og sagði að lögreglan mætti ekki reyna að fara einhvern meðalveg þegar kæmi að lögum. „Munurinn er sá að annar hópurinn er að óska eftir því að það sé ekki gert. Maður skyldi ætla að það vefðist ekki fyrir ykkur á hvort hópinn ætti að hlusta,“ skrifar Gísli.Það hefur færst í vöxt að almennir borgarar sendi inn ábendingar líkt og sést á myndinni til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Umferðarlögin í gildi allan sólahringinn og árið um kring Inntur eftir viðbrögðum segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að umferðarlögin séu í gildi allan sólarhringinn og allt árið um kring. Þó geti komið upp óvenjulegar aðstæður og tímabundið ástand líkt og verið hafa undanfarna daga. Hann segir að lögreglan sjái ávallt til þess að ökutæki sé fjarlægt ef það er hættulegt gangandi vegfarendum, því lagt nálægt gatnamótum eða í veg fyrir gangandi. Ómar Smári segir að lögregla hafi fyrst samband við eiganda bílsins og fari fram á að hann fjarlægi bílinn. Ef ekki náist í eiganda, eða ef hann verður af einhverjum ástæðum ekki við kröfum lögreglunnar, þurfi að láta draga hann í burtu sem hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir eigandann. Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Fleiri senda inn ábendingar til lögreglu Ómar Smári segir að í dag sé minni þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann segir að sú þróun sé mjög jákvæð því fólk sé mjög vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem sé lagt ólöglega.
Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00 Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00
Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30