Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 09:17 Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984. Vísir/AP Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira