Ekkert eftirlit verður með Katalóníumálinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, sagði á borða sem mótmælendur í héraðshöfuðborginni Barcelona báru í gær. Vísir/EPA Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópuþinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttarhöldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regnhlífarsamtök sex mannréttindabaráttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöldunum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Filippus konungur og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudaginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undirbúa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mánuði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefjast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpastarfsemi.Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi.Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýðræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönnum, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfsstjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands fordæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannréttindum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópuþinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttarhöldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regnhlífarsamtök sex mannréttindabaráttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöldunum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Filippus konungur og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudaginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undirbúa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mánuði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefjast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpastarfsemi.Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi.Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýðræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönnum, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfsstjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands fordæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannréttindum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira