Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:30 Börnin í Lundarskóla tóku málin í eigin hendur á dögunum og hentu nánast engum mat í heila viku. Fréttablaðið/Pjetur Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira