Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:01 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“ Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48
Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30
Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36