Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:45 Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu amnesty international Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu. Niðurstöður skýrslunnar sýna „að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ eins og segir í tilkynningu Amnesty. Carter sinnir rannsóknum innan deildar hjá Amnesty sem snýr að málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðum samtakanna. „Viðmælendur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstaklinga með skurðaðgerð eða hormónameðferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrotlausri vinnu intersex aðgerðasinna en þar sem villandi upplýsingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða,“ segir Carter. Í tilkynningu Amnesty segir að frumvarp til laga „kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tækifæri til að vernda réttindi intersex barna og fullorðinna en í núverandi drögum að frumvarpinu er vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstaklega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni.“Nánar má lesa um skýrslu Amnesty á vefsíðu samtakanna. Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu. Niðurstöður skýrslunnar sýna „að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ eins og segir í tilkynningu Amnesty. Carter sinnir rannsóknum innan deildar hjá Amnesty sem snýr að málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðum samtakanna. „Viðmælendur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstaklinga með skurðaðgerð eða hormónameðferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrotlausri vinnu intersex aðgerðasinna en þar sem villandi upplýsingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða,“ segir Carter. Í tilkynningu Amnesty segir að frumvarp til laga „kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tækifæri til að vernda réttindi intersex barna og fullorðinna en í núverandi drögum að frumvarpinu er vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstaklega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni.“Nánar má lesa um skýrslu Amnesty á vefsíðu samtakanna.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00