30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 18:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, fyrr í dag. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30