Matvælastofnun
vekur athygli neytenda á því að skordýr hafa fundist í poppmaís frá Coop. Um er að ræða 500 gramma einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Samkaup innkallar vöruna úr verslunum og frá neytendum.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi best fyrir dagsetningu:
- Vöruheiti: Coop Popcorn
- Þyngd: 500g
- Best fyrir dagsetning: 22.10.2019
- Framleiðsluland: Danmörk
- Dreifing: Verslanir Kjörbúða, Krambúða, Nettó, Strax, Háskólabúð – HÍ og Seljakjör
Viðskiptavinir eru hvattir til að skila vörunni í viðkomandi verslun gegn endurgreiðslu. Hægt er að skila vörunni í verslunum Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar.