Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 11:07 Gunnar Smári Egilsson vill ekki sjá Fréttablaðið og er ósáttur við forsíðufrétt blaðsins í dag. Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. Þetta kemur fram í skrifum hans á Miðjunni en tilefni skrifa Gunnars Smára er forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Þar var fjallað um kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins undir fyrirsögninni Brestur í blokkinni? Haft var heimildarmönnum blaðsins að félögin fjögur hefðu of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti en Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, vísaði þessu algjörlega á bug í samtali við blaðið. Gunnar Smári segir að fólk eigi ekki að taka mark á fréttinni „í ljósi sextíu leiðara Fréttablaðsins gegn kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar,“ eins og hann orðar það en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur meðal annars gagnrýnt leiðaraskrif Fréttablaðsins og sagt að þar birtist „sjúk og viðbjóðsleg umræða.“ Gunnar Smári segir að forsíðufréttin í dag sé „merki þess að Fréttablaðið notað með öllum tiltækum ráðum gegn baráttu almennings fyrir skaplegum kjörum og einhverju réttlæti í innan alræðis auðvaldsins. Skammarlegt blað Fréttablaðið núorðið, þetta fyrrum alþýðlega blað. Það eru margir mánuðir síðan ég afþakkaði að fá þetta drasl inn á mitt heimili. Og tók ég þó þátt í að stofna blaðið og fylgdi því þar til það var orðið stórt og glæsilegt, með sterkustu ritstjórn sem hér hefur starfað. En blaðið sem gefið er út í dag minnir mig á engan hátt á þann tíma, bara ekki neitt. Ég hvet fólk til að afþakka Fréttablaðið, til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri gegn lífsbaráttu sinni?“ Fjölmiðlar Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. 22. október 2018 15:39 Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. Þetta kemur fram í skrifum hans á Miðjunni en tilefni skrifa Gunnars Smára er forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Þar var fjallað um kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins undir fyrirsögninni Brestur í blokkinni? Haft var heimildarmönnum blaðsins að félögin fjögur hefðu of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti en Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, vísaði þessu algjörlega á bug í samtali við blaðið. Gunnar Smári segir að fólk eigi ekki að taka mark á fréttinni „í ljósi sextíu leiðara Fréttablaðsins gegn kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar,“ eins og hann orðar það en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur meðal annars gagnrýnt leiðaraskrif Fréttablaðsins og sagt að þar birtist „sjúk og viðbjóðsleg umræða.“ Gunnar Smári segir að forsíðufréttin í dag sé „merki þess að Fréttablaðið notað með öllum tiltækum ráðum gegn baráttu almennings fyrir skaplegum kjörum og einhverju réttlæti í innan alræðis auðvaldsins. Skammarlegt blað Fréttablaðið núorðið, þetta fyrrum alþýðlega blað. Það eru margir mánuðir síðan ég afþakkaði að fá þetta drasl inn á mitt heimili. Og tók ég þó þátt í að stofna blaðið og fylgdi því þar til það var orðið stórt og glæsilegt, með sterkustu ritstjórn sem hér hefur starfað. En blaðið sem gefið er út í dag minnir mig á engan hátt á þann tíma, bara ekki neitt. Ég hvet fólk til að afþakka Fréttablaðið, til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri gegn lífsbaráttu sinni?“
Fjölmiðlar Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. 22. október 2018 15:39 Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. 22. október 2018 15:39
Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32