Vildi ekki fórna hamingjunni og rak því þjálfarann sem kom henni á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 15:00 Naomi Osaka. Getty/ Fiona Hamilton Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira