Ákall æskunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst!
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar