Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:30 Það er oft handagangur í öskjunni þegar skipin liggja þétt saman við loðnuleit austur fyrir landi. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“ Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira