Tvær af sex leigubílastöðvum með sérmerkt stæði: „Mér finnst þetta óréttlátt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. febrúar 2019 20:35 Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur. Leigubílastjórar Taxi Service segja vegið að eðlilegri samkeppni og hafa ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en segja fátt um svör. Eins og staðan er í dag eru sex leigubílastöðvar eru með rekstur á höfuðborgar- og Suðurnesjasvæðinu. Tvær stærstu leigabílastöðvarnar eru með sérmerkt stæði í miðbæ Reykjavíkur en það er Hreyfill í Aðalstrætinu og BSR í Lækjargötunni. Leigubílstjórar hjá Taxi service, sem eru þrjátíu og fjórir, sem og forráðamenn stöðvarinnar eru ekki sáttir og vilja að stæðin séu aðgengileg öllum leigubílstjórum.Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur, annars vegar Hreyfill og hins vegar BSRB.„Eftir okkar bestu vitund þá er ekki borgað, það er ekki greitt fyrir afnot af þessum stæðum sem þessir tilteknu leigubílstjórar hafa og þetta er að okkar mati brot á samkeppni á leigubílamarkaði,“ segir Daníel Örn Sigurðsson, leigubílstjóri hjá Taxi Service. Framkvæmdastjórn Taxi Service, fyrir hönd leigubílstjóranna, hefur ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en það er borgin sem úthlutar stæðunum. Fyrsta kvörtunin var send fyrir um ári en fátt er um svör sögn Daníels og bílstjórarnir orðnir þreyttir á að bíða. Allir leigubílstjórnar hafa aðgang að svokölluðu safnstæði á Hverfisgötunni. Bílstjórnarnir segja þetta kerfi bitna illa á þeim enda ekki með aðgang aðgengilegustu stæðunum í miðbænum. Það geti leitt til þess að þeir missi viðskiptavini. „Þetta skerðir líka flæði, sérstaklega um helgar þegar það er mikið að gera og það safnast kannski 10-15 bílar í röð uppá Hverfisgötu og svo er kannski bara engin bíll á BSR stæðinu og við megum ekki leggja þar vegna þess að við höfum ekki rétt á því,“ segir Daníel. Hér hljóti að vera vegið að eðlilegri samkeppni. „Mér finnst þetta óréttlátt. Við viljum bara hafa jafna samkeppni og að jafnt skuli yfir alla ganga. Rétt skal bara vera rétt.“ Reykjavík Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur. Leigubílastjórar Taxi Service segja vegið að eðlilegri samkeppni og hafa ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en segja fátt um svör. Eins og staðan er í dag eru sex leigubílastöðvar eru með rekstur á höfuðborgar- og Suðurnesjasvæðinu. Tvær stærstu leigabílastöðvarnar eru með sérmerkt stæði í miðbæ Reykjavíkur en það er Hreyfill í Aðalstrætinu og BSR í Lækjargötunni. Leigubílstjórar hjá Taxi service, sem eru þrjátíu og fjórir, sem og forráðamenn stöðvarinnar eru ekki sáttir og vilja að stæðin séu aðgengileg öllum leigubílstjórum.Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur, annars vegar Hreyfill og hins vegar BSRB.„Eftir okkar bestu vitund þá er ekki borgað, það er ekki greitt fyrir afnot af þessum stæðum sem þessir tilteknu leigubílstjórar hafa og þetta er að okkar mati brot á samkeppni á leigubílamarkaði,“ segir Daníel Örn Sigurðsson, leigubílstjóri hjá Taxi Service. Framkvæmdastjórn Taxi Service, fyrir hönd leigubílstjóranna, hefur ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en það er borgin sem úthlutar stæðunum. Fyrsta kvörtunin var send fyrir um ári en fátt er um svör sögn Daníels og bílstjórarnir orðnir þreyttir á að bíða. Allir leigubílstjórnar hafa aðgang að svokölluðu safnstæði á Hverfisgötunni. Bílstjórnarnir segja þetta kerfi bitna illa á þeim enda ekki með aðgang aðgengilegustu stæðunum í miðbænum. Það geti leitt til þess að þeir missi viðskiptavini. „Þetta skerðir líka flæði, sérstaklega um helgar þegar það er mikið að gera og það safnast kannski 10-15 bílar í röð uppá Hverfisgötu og svo er kannski bara engin bíll á BSR stæðinu og við megum ekki leggja þar vegna þess að við höfum ekki rétt á því,“ segir Daníel. Hér hljóti að vera vegið að eðlilegri samkeppni. „Mér finnst þetta óréttlátt. Við viljum bara hafa jafna samkeppni og að jafnt skuli yfir alla ganga. Rétt skal bara vera rétt.“
Reykjavík Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira