Aldrei íhugað að beita ofbeldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:45 Fyrrverandi varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, með öðrum sakborningum í dómsal í gær. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira