Jón Guðni Fjóluson var á varamannabekk Krasnodar sem gerði jafntefli við Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Gestirnir frá Þýskalandi voru sterkari aðilinn í Rússlandi, áttu alls 16 skot í átt að marki en aðeins þrjú þeirra rötuðu á markrammann.
Ekkert skotanna endaði í markinu og lokatölur 0-0 í Rússlandi.
Benfica er í vænlegri stöðu gegn Galatasary eftir 2-1 útistigur í Tyrklandi. Eduardo Salvio kom Benfica yfir á 27. mínútu en Christian Luyindama jafnaði leikinn á 54. mínútu.
Það var svo Haris Seferovic sem skoraði sigurmark Benfica á 64. mínútu leiksins og þar við sat.
Sevilla náði sér einnig í sterkan útisigur, Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins gegn Lazio á Ítalíu á 22. mínútu.
Úrslit fyrri leikja dagsins í Evrópudeildinni:
Bate - Arsenal 1-0
Krasnodar - Leverkusen 0-0
Galatasary - Benfica 1-2
Lazio - Sevilla 0-1
Olympiakos - Dynamo Kiev 2-2
Rennes - Real Betis 3-3
Rapid Vín - Inter Milan 0-1
Slavia Prag - Genk 0-0
Benfica sótti sigur til Tyrklands
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




