Átta einstaklingar eru á mælendaskránni og munu þeir, hver með sínum hætti, fjalla um „tilfinningasamband neytenda og fyrirtækja,“ eins og það er orðað á vef félagsins.
„Við fræðumst meðal annars um tryggð neytenda við vörumerki og heyrum í nokkrum frumkvöðlum, sem hafa ýmist fundið óvænta syllu á markaðnum eða breytt viðkomandi markaði.“
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
14.00 Setning fundarins Magnús Óli Ólafsson, formaður FA
14.05 Allir elska Ísland Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
14.15 Gagnvart hvaða vörumerkjum eru Íslendingar jákvæðastir? Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
14.35 Tryggð og ást í viðskiptasamböndum Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri geoSilica Iceland
14.55 Eins og heitar lummur Ágúst Einþórsson, framkvæmdastjóri Brauð & co.
15.15 Elskar ríkið samkeppni? Ómar Hjaltason, framkvæmdastjóri Baseparking
15.35 Endalok heimsins Óli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Brugghússins Borgar
15.55 Ást á frelsinu í 90 ár Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA
Fundarstjóri er Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins. Að erindunum loknum fer fram aðalfundur Félags atvinnurekenda. Útsendingu frá opna hluta fundarins má nálgast hér að neðan.