Afar viðkvæm staða uppi í kjaraviðræðum Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. febrúar 2019 14:15 Samningstilboð SA var lagt fram á fundinum í gær en trúnaður ríkir um innihald þess. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tímapunkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissáttasemjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir fljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólarhringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skattabreytingar og leiguvernd. Að stjórnvöld fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tímapunkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissáttasemjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir fljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólarhringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skattabreytingar og leiguvernd. Að stjórnvöld fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði