Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 20:08 Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17